Alan Shearer, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, vill meina að Sergio Aguero sé besti erlendi leikmaðurinn í sögu Englands.
Shearer lét þessi orð falla eftir 6-1 sigur Manchester City á Huddersfield um helgina þar sem Aguero skoraði þrennu.
Framherji Stoke, Peter Crouch, er þó ekki sammála Shearer og nefnir frekar fyrrum framherja Arsenal, Thierry Henry.
,,Að tala um hann sem besta erlenda leikmanninn sem við höfum séð? Nei, það er að fara of langt,“ sagði Crouch.
,,Ég sá Alan Shearer tala um Aguero þannig í vikunni, eins mikið og ég virði Alan þá get ég ekki verið sammála. Ég myndi velja Thierry Henry.“