Atletico Madrid á Spáni hefur tryggt sér vængmanninn Gelson Martins frá Sporting Lisbon.
Martins kemur til Atletico á frjálsri sölu frá Sporting en hann rifti samningi sínum við uppeldisfélagið.
Martins er 23 ára gamall leikmaður en hann hefur verið hjá Sporting frá árinu 2010.
Martins á að baki 92 leiki fyrir liðið og hefur í þeim skorað 18 mörk. Hann hefur spilað 19 leiki fyrir landslið Portúgals.
Martins gerir sex ára samning við Atletico Madrid en hann er 23 ára gamall í dag og á því framtíðina fyrir sér.