Pepe Reina, markvörður AC Milan, er óvænt sagður vera á óskalista Chelsea sem leitar að markverði.
Reina samdi við AC Milan fyrir aðeins tveimur dögum en hann kom til félagsins á frjálsri sölu eftir dvöl hjá Napoli.
Reina vann með Maurizio Sarri, núverandi stjóra Chelsea, hjá Napoli og þekkjast þeir félagar vel.
Milan er tilbúið að selja Reina á níu milljónir punda og myndi liðið því græða vel eftir að hafa fengið hann frítt.
Chelsea leitar að arftaka Thibaut Courtois en Belginn er líklega á leið til Real Madrid á Spáni.