fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Heimir hættir með landsliðið

Óðinn Svan Óðinsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 10:09

Heimir Hallgrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson verður ekki áfram þjálfari A landsliðs karla. Þetta var staðfest á vef KSÍ nú rétt í þessu. Heimir hefur stýrt íslenska liðinu síðan 2011, fyrst sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck, síðar með Lagerbäck. Hann tók svo einn við stjórnartaumunum eftir EM í Frakklandi árið 2016.

„Sem kunnugt er urðu aðilar ásáttir um að gefa sér góðan tíma til að meta stöðuna í aðdraganda úrslitakeppni HM 2018, og taka upp þráðinn að móti loknu.  Niðurstaðan er sú að Heimir hættir með liðið,“ segir í tilkynningunni.

„Við bundum miklar vonir við að Heimir yrði áfram, en niðurstaðan er þó sú að Heimir hættir með liðið að eigin ósk og vil ég fyrir hönd KSÍ þakka honum kærlega fyrir samstarfið og óska honum alls hins besta í framtíðinni.  KSÍ mun nú taka næstu skref í ráðningu nýs landsliðsþjálfara,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ.

„Ég skil sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hluti af þessari sterku liðsheild sem þessi hópur hefur fyrst og fremst staðið fyrir.  Hluti af hópi sem hefur rutt leiðina fyrir komandi kynslóðir og gert svo ótal margt í fyrsta skipti í sögunni.  Það eru forréttindi að geta yfirgefið verkefnið á tímapunkti eins og í dag.  Leikmenn á toppi síns ferils og hópurinn með mikla reynslu,“ segir Heimir í fréttatilkynningunni.

KSÍ hefst nú handa við að finna eftirmann Heimis en nánasr verður greint frá gangi mála á blaðamannamannafundi sem fram fer í höfuðstöðvum KSÍ eftir hádegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vilhjálmur til OK
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kátína á fréttamannafundi – Spurður hvort hann væri búinn að hitta einhverja góða konu

Kátína á fréttamannafundi – Spurður hvort hann væri búinn að hitta einhverja góða konu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gómaður án ökuréttinda á 20 milljóna króna bíl sem var sagður í hættulegu ástandi

Gómaður án ökuréttinda á 20 milljóna króna bíl sem var sagður í hættulegu ástandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir í fyrsta sinn frá ástæðunni af hverju hann hætti svona snemma

Segir í fyrsta sinn frá ástæðunni af hverju hann hætti svona snemma
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vekur athygli hvaða stórstjörnur styðja við Mo Salah í stríði sínu við Liverpool

Vekur athygli hvaða stórstjörnur styðja við Mo Salah í stríði sínu við Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Klámstjarnan eyddi tæpum 4 milljónum í afmæli unnustu síns – Sambandið hefur verið nokkuð umdeildt

Klámstjarnan eyddi tæpum 4 milljónum í afmæli unnustu síns – Sambandið hefur verið nokkuð umdeildt
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Senda kvörtun til FIFA – Vilja ekki taka þátt í leik á HM sem á að styðja við samkynhneigða

Senda kvörtun til FIFA – Vilja ekki taka þátt í leik á HM sem á að styðja við samkynhneigða
433Sport
Í gær

Blikar halda enn í vonina – „Risagulrót og það sem við stefnum á“

Blikar halda enn í vonina – „Risagulrót og það sem við stefnum á“
433Sport
Í gær

Ólafur Ingi um fyrstu vikurnar í starfi: „Þetta hefur verið alveg ótrúlega skemmtilegt“

Ólafur Ingi um fyrstu vikurnar í starfi: „Þetta hefur verið alveg ótrúlega skemmtilegt“