Liverpool á Englandi reynir þessa stundina að næla í markvörðinn Alisson Becker sem spilar með Roma.
Sky Sports greinir frá því í kvöld að Liverpool sé búið að leggja fram tilboð í Alisson en á eftir að ná samkomulagi við Roma.
Alisson hefur staðið sig mjög vel á Ítalíu og var aðalmarkvörður brasilíska landsliðsins á HM í sumar.
Leikkonan Alison Becker hefur fengið ófá skilaboð á Twitter þar sem henni er tjáð að hún sé á leið til Liverpool.
Eini minurinn þarna á milli er eitt ‘S’ en Alison er leikkona í Hollywood og er nokkuð virk á Twitter.
Alisson, markvörðurinn, er einnig á Twitter en sumir hafa einfaldlega gert mistök og ‘taggað’ leikkonuna í staðinn.
Hún hefur nú svarað og segist vera á leið til Liverpool.
Excited to announce that I will be joining Liverpool as a goalkeeper!
— alison becker (@thealisonbecker) 17 July 2018