fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Þessir voru líklega að spila á sínu síðasta stórmóti fyrir England

Victor Pálsson
Föstudaginn 13. júlí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska landsliðið á möguleika á að ná sér í bronsverðlaun á HM á laugardag er liðið mætir Belgíu.

England tapaði gegn Króatíu í undanúrslitum í vikunni og á því ekki möguleika á bikarnum sjálfum.

Hópur Englands hefur fengið mikið hrós í sumar en margir ungir leikmenn hafa komið sterkir inn í Rússlandi.

Það eru þó nokkrir leikmenn Englands sem voru líklega að spila á sínu síðasta stórmóti.

Enskir fjölmiðlar telja að þrír leikmenn hafi nú spilað sitt síðasta stórmót fyrir England og munu ekki fara með ef liðinu tekst að tryggja sér sæti á EM 2020.

Leikmennirnir þrír eru þeir Ashley Young, Jamie Vardy og Gary Cahill sem eru komnir á síðari ár ferilsins.

Young kom reglulega við sögu hjá Englandi á mótinu í sumar en Vardy og Cahill voru í varahlutverki.

Young er 33 ára gamall í dag, Vardy er 31 árs og Cahill er 32 ára. Young á að baki 39 landsleiki, Vardy 26 og Cahill 61.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Í gær

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar
433Sport
Í gær

United hafnaði þessu tilboði Chelsea í sumar – Töldu áhættuna of mikla vegna meiðsla

United hafnaði þessu tilboði Chelsea í sumar – Töldu áhættuna of mikla vegna meiðsla