Kasper Schmeichel átti frábæran leik fyrir Dani í kvöld er liðið mætti Króatíu í 16-liða úrslitum HM.
Schmeichel varði alls þrjár vítaspyrnur í leik kvöldsins en hann varði eina í framlengingu frá Luka Modric og svo tvær í vítaspyrnukeppninni.
Því miður fyrir Schmeichel þá dugði það ekki til en Danir eru úr leik eftir tap í vítakeppninni. Danijel Subasic varði þrjú víti fyrir Króata.
Peter Schmeichel er faðir Kasper en hann er fyrrum markvörður Manchester United og einmitt danska landsliðsins.
Peter sá hetjulega frammistöðu sonar síns í kvöld og trylltist í stúkunni og hefur líklega aldrei verið jafn stoltur.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af Peter í stúkunni í kvöld.