fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433Sport

Fréttamaður kynnti sig frá Bleiku og bláu – Aron Einar grét úr hlátri og Heimir bað um forsíðuna

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 25. júní 2018 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mjög létt yfir Aroni Einari Gunnarssyni fyrirliða Íslands og Heimi Hallgrímssyni þjálfara liðsins á fréttamannafundi í dag. Ísland mætir Króatíu síðasta leik í riðlinum á HM á morgun.

Allt annað en sigur mun senda Ísland heim og sigur gæti ekki dugað, það fer eftir úrslitum í leik Argentínu og Nígeríu.

Sú regla er á fundum FIFA að fréttamaður þarf að kynna sig með nafni og hjá hvaða fyrirtæki hann starfi. Reglan er vegna þess að fundirnir eru oft fjölmennir.

Íslenskir fjölmiðlar eru fámennir og eiga í góðu sambandi við leikmannahópinn, þar þekkja því leikmenn og þjálfarar hvað fjölmiðamenn heita og hvar þeir starfa.

Hörður Snævar Jónsson sem er meðreiðarsveinn minn hér úti ákvað að grínast á fundi dagsins og kynnti sig frá Bleiku og bláu.

Það vakti mikla kátínu hjá Aroni Einari sem átti mjög erfitt með sig. ,,Þessi var góður Höddi,“ sagði Aron Einar við Hörð eftir spurningu hans.

Spurningin snérist svo um endurheimt og Aron svaraði henni eftir að hafa hlegið. ,,Það hefur verið harka í leikjunum, mönnum leið vel fyrir síðasta leik. Mér fannst í dag keyrsla á æfingum, menn eru vel gíraðir. Átök á æfingu, sem virkar alltaf vel að mínu mati fyrir leiki. Ég er á því að menn séu búnir að endurheimta, við erum með bakið upp við vegg. Við gefum allt eftir á vellinum.“

Þegar fundi lokið bað svo Heimir Hallgrímsson um að fá forsíðuna. ,,Verð ég á forsíðunni,“ sagði Heimir léttur.

Atvikið má sjá eftir 8:25 með því að smella hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segist ætla að ‘berja’ einn frægasta áhrifavald heims: Hundsaði skilaboðin á Instagram – Sjáðu myndbandið

Segist ætla að ‘berja’ einn frægasta áhrifavald heims: Hundsaði skilaboðin á Instagram – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mahrez ósammála Ronaldo sem vill meina að hann sé í einni bestu deild heims

Mahrez ósammála Ronaldo sem vill meina að hann sé í einni bestu deild heims
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nefndi ótrúlegt tímabil Arsenal og sá strax eftir því – ,,Megum ekki nefna það“

Nefndi ótrúlegt tímabil Arsenal og sá strax eftir því – ,,Megum ekki nefna það“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Faðir hans gráti næst og biður til Guðs að lausn verði fundin

Faðir hans gráti næst og biður til Guðs að lausn verði fundin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að allir viti að hann fari sumarið 2026

Segir að allir viti að hann fari sumarið 2026
433Sport
Í gær

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur
433Sport
Í gær

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi