fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Mikael er stuðningsmaður Íslands númer 1: „Ég tek alla leikina meðan við erum hérna“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 22. júní 2018 13:00

Mikael Nikulásson, sparkspekingur og þjálfari KFA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir eru vandfundir harðari stuðningsmenn íslenska landsliðsins en Mikael Nikulásson. Mikael er mættur til Rússlands til að fylgjast með íslenska landslinu á HM og hann ætlar að fylgja liðinu svo lengi sem það er enn í keppninni, líkt og hann gerði á Evrópumótinu árið 2016.

433.is hitti Mikael á Fan Zone í Volgograd áðan þar sem stuðningsmenn íslenska landsliðsins voru samankomnir fyrir leikinn. Mikael segist kunna vel við sig í Rússlandi.

„Þetta er bara eitthvert skemmtilegasta land sem ég hef komið til. Moskva var frábær, kíkti til Pétursborgar sem var geðveikt og það stendur allt undir væntingum hérna,“ sagði Mikael sem sagðist gera væntingar um sigur gegn Nígeríu í dag.

„Við eigum að vera með betra lið og sigur, sérstaklega tveggja marka sigur, ætti að tryggja okkur nokkurn veginn áfram,“ sagði Mikael sem bætti við aðspurður að stórsigur Króatíu gegn Argentínu í gærkvöldi hafi ekki komið honum sérstaklega á óvart. Sjálfur hafi hann spáð 2-0 fyrir Króatíu og því hafi 3-0 ekki komið mikið á óvart. „Króatía með frábært lið sem getur farið langt.“

Jóhann Berg Guðmundsson verður fjarri góðu gamni í íslenska liðinu og segir Mikael að fjarvera hans hafi áhrif. Mikil samstaða sé í liðinu og þó einn maður, þótt öflugur sé, verði ekki með getur liðið haldið áfram að spila sinn leik.

Mikael var beðinn um að spá fyrir um úrslit og kvaðst hann reikna með 2-0 sigri Íslands. Segir Mikael að Alfreð Finnbogason skori bæði mörkin.

Mikael fylgdi íslenska liðinu á alla leikina í Frakklandi fyrir tveimur árum og hann ætlar að halda uppteknum hætti í Rússlandi. „Ég tek alla leikina meðan við erum hérna. Maður verður að styðja liðið.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning