FH vann sigur í Pepsi-deild karla í kvöld er liðið mætti KA við erfiðar aðstæður í Kaplakrika.
FH-ingar höfðu að lokum betur með þremur mörkum gegn einu en Steven Lennon gerði tvö fyrir þá hvítu.
Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.
Plús:
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður sýndi FH líklega sína bestu spilakafla í sumar í leiknum. Fínn taktur í liðinu.
Atli Guðnason stimplaði sig hressilega inn í lið FH í dag, lét sóknarleik liðsins ganga vel. Sá gamli stendur oftast fyrir sínu.
Ólafur Kristjánsson gerði tvær breytingar á liði sínu frá sigrinum á Fjölni. Bæði Atli og Jónatan Ingi Jónsson komu sterkir inn.
Bakvörðurinn ungi Egill Darri Makan átti í vandræðum í sínum fyrsta leik gegn Fjölni á dögunum. Hann var hins vegar afar öflugur í leiknum í dag, sjálfstraust í stráknum.
Davíð Þór Viðarsson var leiðtogi FH í leiknum, í erfiðum aðstæðum barði hann lið sitt áfram og keyrði sigurinn heim.
Eddi Gomes lék sinn fyrsta leik fyrir í dag, ef hann kemst á flug þá er um að ræða gríðarlegan liðsstyrk fyrir FH.
Mínus:
Leikur KA var afar slakur í fyrri hálfleik, mátlaust og lítil sköpunargáfa.
KA hefur fjögur stig í poka sínum eftir fjóra leiki, nokkuð slök uppskera miðað við þær væntingar sem gerðar voru til liðsins.
Andleysi í varnarleik KA var miki í dag, menn héldu ekki einbeitingu sem var valdur að tveimur mörkum hið minnsta.