fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433

Plús og mínus – Sannaði sig eftir erfiða byrjun

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 17. maí 2018 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH vann sigur í Pepsi-deild karla í kvöld er liðið mætti KA við erfiðar aðstæður í Kaplakrika.

FH-ingar höfðu að lokum betur með þremur mörkum gegn einu en Steven Lennon gerði tvö fyrir þá hvítu.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður sýndi FH líklega sína bestu spilakafla í sumar í leiknum. Fínn taktur í liðinu.

Atli Guðnason stimplaði sig hressilega inn í lið FH í dag, lét sóknarleik liðsins ganga vel. Sá gamli stendur oftast fyrir sínu.

Ólafur Kristjánsson gerði tvær breytingar á liði sínu frá sigrinum á Fjölni. Bæði Atli og Jónatan Ingi Jónsson komu sterkir inn.

Bakvörðurinn ungi Egill Darri Makan átti í vandræðum í sínum fyrsta leik gegn Fjölni á dögunum. Hann var hins vegar afar öflugur í leiknum í dag, sjálfstraust í stráknum.

Davíð Þór Viðarsson var leiðtogi FH í leiknum, í erfiðum aðstæðum barði hann lið sitt áfram og keyrði sigurinn heim.

Eddi Gomes lék sinn fyrsta leik fyrir í dag, ef hann kemst á flug þá er um að ræða gríðarlegan liðsstyrk fyrir FH.

Mínus:

Leikur KA var afar slakur í fyrri hálfleik, mátlaust og lítil sköpunargáfa.

KA hefur fjögur stig í poka sínum eftir fjóra leiki, nokkuð slök uppskera miðað við þær væntingar sem gerðar voru til liðsins.

Andleysi í varnarleik KA var miki í dag, menn héldu ekki einbeitingu sem var valdur að tveimur mörkum hið minnsta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“