,,Þetta mallaði inn og við náðum að halda sjó. Klárum leikinn sannfærandi,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks eftir 1-3 sigur á FH í kvöld.
Sigur Blika var sannfærandi en liðið er á toppi deildarinnar eftir tvær umferðir.
Jonathan Hendrickx fékk gult spjald fyrir fagn sitt í leiknum þegar hann kom Blikum í 0-3.
,,Mér fannst þetta skrýtið, þetta má víst ekki. Mér finnst þetta af og frá.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.