fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433

Klopp reynir að sannfæra stjórn Liverpool um að kaupa sóknarmann PSG

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. mars 2018 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool vill fá Julian Draxler, sóknarmann PSG til félagsins í sumar en það eru enskir miðlar sem greina frá þessu.

Klopp þekkir vel til Draxler en hann spilaði með Schalke og Wolfsburg í Þýskalandi áður en hann fór til PSG.

Hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu á þessari leiktíð eftir komu Kylian Mbappe og Neymar og gæti því verið opinn fyrir því að reyna fyrir sér annarsstaðar.

Klopp vill styrkja leikmannahóp liðsins í sumar og hafa nokkrir sóknarmenn verið orðaðir við félagið að undanförnu, þar á meðal Thomas Lemar, sóknarmaður Monaco.

Draxler hefur komið við sögu í 26 leikjum með PSG í deildinni á leiktíðinni þar sem hann hefur skorað 3 mörk og lagt upp önnur 5.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag