fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433

Mourinho hraunar yfir Gary Neville og lætur hann heyra það

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. mars 2018 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Manchester United er ekki hrifinn af því að menn séu að gagnrýna hans menn þessa dagana.

Gary Neville, fyrrum fyrirliði United gagnrýndi Mourinho og liðið á dögunum eftir 3-2 sigurinn á Crystal Palace.

Nemanja Matic kom United til bjargar á lokamínútunum og tryggði United 3-2 sigur en Palace komst í 2-0 í leiknum.

„Sumir menn, sem gagnrýna okkur gátu ekki leyst sín vandamál þegar að þeir voru stjórar,“ sagði Mourinho og átti þar við Neville.

„Samt tala þeir eins og þeir séu með lausnir við öllum vandamálum. Svoleiðis er það ekki en þeir eru samt í þannig stöðu að þeir segja að þeir séu með lausnir á öllu. Stundum hlusta ég á þá, stundum ekki.“

„Ég einbeitti mér að Meistaradeildinni og Evrópudeildinni í vikunni, ásamt því að undirbúa liðið mitt fyrir leikinn um helgina.“

„Ég var ekki að einbeita mér að skoðunum annarra,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot