fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433

Arsene Wenger: Gríðarlega mikilvægt eftir hörmungar viku

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. mars 2018 20:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AC Milan tók á móti Arsenal í dag í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna.

Það voru þeir Henrikh Mkhitaryan og Aaron Ramsey sem skoruðu mörk Arsenal í dag en þau komu bæði í fyrri hálfleik og enska liðið því í frábærum málum fyrir seinni leikinn eftir viku.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal var afar sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld.

„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur eftir hörmungar viku hjá okkur. Þetta var góður sigur en við erum langt frá því að vera komnir áfram í næstu umferð,“ sagði Wenger.

„Mér fannst við skynsamir í kvöld, við tókum ekki óþarfa áhættur en sóttum þrátt fyrir það vel og vorum ábyrgir í varnarleiknum.“

„Við urðum að svara fyrir slæm töp í dag og við gerðum það vel fannst mér. Ef þú ert boxari og ert sleginn niður þarftu að standa hratt upp aftur og mér fannst við gera það í dag,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“