Roberto Martinez þjálfari Belgíu segir að hann sjái sérstakt samband verða til hjá Romelu Lukaku og Alexis Sanchez.
Lukaku og Sanchez eru að spila sína fyrstu leiki saman og Martinez segir að þetta verði sérsakt teymi.
,,Það sem ég sá gegn Huddersfield og kannski gegn Spurs á Wembley, þeir eru að búa til sérstakt samband. Það þarf í sóknarleik í hverju liði,“ sagði Martinez.
,,Leikmenn þurfa að tengja fljótt og búa til samband, það var gaman að sjá seinna mark Lukaku gegn Huddersfield.“
,,Þetta eru tveir öflugir leikmenn, þeir hafa ekki spilað lengi saman en það er eitthvað sérstakt samband að verða til þarna.“