Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins segir að samstarf Romelu Lukaku og Alexis Sanchez sé lykillinn að velgengni Manchester United.
Sanchez gekk til liðs við United í janúarglugganum en hann kom til félagsins í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan.
Lukaku og Sanchez náðu afar vel saman í 2-0 sigri liðsins á Huddersfield í enska FA-bikarnum og helgina og segir Martinez að það sé góðs viti fyrir United.
„Það sem ég sá í leiknum gegn Huddersfield hreyf mig mikið,“ sagði Martinez.
„Það voru töfrar í loftinu á milli þeirra tveggja og það er eitthvað sem öll lið þurfa í sóknarlínuna sína.“
„Þeir virðast vera byrjaðir að læra betur inná hvorn annan og það sást mjög augljóslega að þeir voru að tengja vel saman.“
„Ef þeir halda þessu áfram þá gæti samstarf þeirra orðið lykillinn að velgengni Manchester United,“ sagði hann að lokum.