fbpx
Miðvikudagur 24.september 2025
433

Paul Cook: Ekkert vandamál á milli mín og Guardiola

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. febrúar 2018 22:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wigan tók á móti Manchester City í enska FA-bikarnum í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.

Það var Will Grigg sem skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu og Wigan fer því áfram í 8-liða úrslitin en City er úr leik.

Paul Cook, stjóri Wigan var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld.

„Ég er hrikalega sáttur. Þetta var alvöru prófraun. Þeir eru hrikalega öflugt lið og færa boltann vel á milli manna. Við þurftum að treysta á heppnina í kvöld og auðvitað spilaði rauða spjaldið stórt hlutverk,“ sagði stjórinn.

„Strákarnir eiga mikið hrós skilið. Þeir börðust eins og ljón allan leikinn og hentu sér fyrir alla bolta sem voru á leiðinni á markið. Þetta er eitthvað sem maður verður að gera ef maður ætlar að vinna City.“

„Það er ekkert vandamál á milli mín og Guardiola. Hann er frábær stjóri, ég æsti mig til þess að reyna snúa spilunum mér í dag en það er allt í góðu hjá okkur. Þetta var frábært kvöld fyrir Wigan,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Með alvarlegan heilaskaða eftir atvik um helgina – Er haldið sofandi og algjör óvissa um hvað gerist

Með alvarlegan heilaskaða eftir atvik um helgina – Er haldið sofandi og algjör óvissa um hvað gerist
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tölfræði hjá Arsenal sem vekur athygli – Þessi hefur átt flestar marktilraunir

Tölfræði hjá Arsenal sem vekur athygli – Þessi hefur átt flestar marktilraunir
433
Fyrir 23 klukkutímum

Skítleg hegðun Maguire um helgina vekur athygli – Sjáðu myndbandið

Skítleg hegðun Maguire um helgina vekur athygli – Sjáðu myndbandið