Wigan tók á móti Manchester City í enska FA-bikarnum í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.
Það var Will Grigg sem skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu og Wigan fer því áfram í 8-liða úrslitin en City er úr leik.
Paul Cook, stjóri Wigan var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld.
„Ég er hrikalega sáttur. Þetta var alvöru prófraun. Þeir eru hrikalega öflugt lið og færa boltann vel á milli manna. Við þurftum að treysta á heppnina í kvöld og auðvitað spilaði rauða spjaldið stórt hlutverk,“ sagði stjórinn.
„Strákarnir eiga mikið hrós skilið. Þeir börðust eins og ljón allan leikinn og hentu sér fyrir alla bolta sem voru á leiðinni á markið. Þetta er eitthvað sem maður verður að gera ef maður ætlar að vinna City.“
„Það er ekkert vandamál á milli mín og Guardiola. Hann er frábær stjóri, ég æsti mig til þess að reyna snúa spilunum mér í dag en það er allt í góðu hjá okkur. Þetta var frábært kvöld fyrir Wigan,“ sagði hann að lokum.