Danny Ings framherji Liverpool segir að draumur hafi orðið að veruleika þegar hann spilaði í Meistaradeildinni í síðustu viku.
Ings kom inn sem varamaður í 5-0 sigri Liverpool á Porto á útivelli.
Framherjinn sem hefur verið mikið meiddur segir að þarna hafi verið draumur að rætast.
,,Þetta var eitt af þeim augnablikum sem maður hefur hugsað um frá því að maður var krakki,“ sagði Ings.
,,Að leika minn fyrsta leik í Meistaradeildinni var stórt fyrir mig, það var þó mikilvægast að vinna 5-0 á útivelli, rosaleg úrslit.“
,,Að vera hluti af þessu liði í þessari keppni er stórt fyrir mig eftir allt sem ég hef gengið í gegnum.“