Wigan tekur á móti Manchester City í enska FA-bikarnum í kvöld klukkan 19:55 og eru byrjunarliðin klár.
Wigan leikur í ensku C-deildinni og er öðru sæti deildarinnar með 64 stig, einu stigi á eftir toppliði Shrewsbury.
City er sem fyrr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 72 stig og virðist fátt geta komið í veg fyrir að liðið vinni ensku úrvalsdeildina.
Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.
Wigan: Walton, Byrne, Elder, Perkins, Power, Grigg, Massey, Roberts, Dunkley, Powell, Burn.
City: Bravo, Danilo, Delph, Laporte, Stones, Fernandinho, David Silva, Gundogan, Sane, Bernardo, Aguero.