Mohamed Salah hefur verið gjörsamlega geggjaður með Liverpool á sínu fyrsta tímabili.
Salah hefur skorað 30 mörk og verið í miklu stuði.
,,Það er geggjað að skora 30 mörk á fyrstu leiktíð fyrir félag eins og Liverpool,“ sagði Salah.
,,Þetta er stórt, ég er virkilega ánægður. Ég ætla að halda áfram og skora meira.“
,,Ég reyni alltaf að bæta mig, ég reyni það á hverjum degi. Ég sé alltaf staði til að bæta mig.“