Sadio Mane sóknarmaður Liverpool fær væna launahækkun á næstunni ef marka á ensk blöð.
Sagt er að Liverpool sé að setjast við borðið með Mane og ræða nýjan samning.
Mane er á sínu öðru tímabili með Liverpool og er algjör lykilmaður.
Mane er með samning til 2021 en hann þénar í dag 80 þúsund pund á viku.
Það eru ekki háar upphæðir miðað við það sem gengur og gerist hjá leikmönnum í hans gæðaflokki. Mane fær því góða launhækkun.