Það var rosalegt fjör þegar Rochdale og Tottenham áttust við í 16 liða úrslitum bikarsins í dag.
Spurs heimsótti Rochdale í bikarnum í dag og var leikurinn fjörugur.
Ian Henderson kom heimamönnum yfir í fyrri hállfleik, óvænt tíðindi.
Lucas Moura jafnaði fyrir gestina í síðari hálfleik, hans fyrsta mark fyrir félagið eftir að hann kom frá PSG.
Það var svo varmaðurinn, Harry Kane sem kom Tottenham yfir með úr vítaspyrnu á 87 mínútu.
Steven Davies jafnaði hins vegar fyrir heimamenn í uppbótartíma og mætast liðin því aftur á Wembley.