Marcus Rashford og Ander Herrera leikmenn Manchester United eru að glíma við meiðsli.
Báðir hafa misst af síðustu leikjum en eru á batavegi.
Rashford er meiddur á mjöðm á meðan Herrera er að glíma við meiðsli í læri.
Þeir gætu þó báðir verið klárir á miðvikudag þegar United heimsækir Sevilla í Meistaradeild Evrópu.
,,Þeir eiga möguleika,“ var svarið sem Jose Mourinho gaf fréttamönnum.