Sagt er frá því í fjölmiðlum á Spáni í dag að Real Madrid hafi áhuga á Kevin de Bruyne.
De Bruyne hefur verið einn allra besti leikmaður Evrópu á þessu tímabili.
Hann hefur verið besti leikmaður City sem er með öruggt forskot í ensku úrvalsdeildinni.
Sagt er að Real Madrid hafi áhuga á að kaupa De Bruyne en ekki eru miklar líkur á að City selji hann, Belginn gerði nýjan samning á dögunum.
Spænskir fjölmiðlar segja frá því að Real sé tilbúið að greiða 177 milljónir punda fyrir hann.