Eden Hazard sóknarmaður Chelsea ætlar sér ekki að fara frá Chelsea í sumar.
Hazar er mikið orðaður við Real Madrid en hann er ekki að hugsa sér til hreyfings.
,,Það getur auðvitað allt gerst í fótbolta,“ sagði Hazard.
,,Það getur líka ekkert gerst, það er alltaf verið að tala um Real Madrid og PSG. Þegar ég vil skipta um félag þá mun ég gera það, núna hef ég ekki áhuga á því.“
,,Ég á tvö ár eftir af samningi mínum, mér líður vel og stuðningsmenn Chelsea elskar mig. Fjölskylda mín er ánægð með lífið hérna.“