

Southampton tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær en leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna.
Roberto Firmino kom Liverpool yfir strax á 6. mínútu og Mohamed Salah bætti öðru marki við á 42. mínútu og niðurstaðan því 2-0 sigur gestanna.
Liverpool keypti Salah á 35 milljónir punda frá Roma síðast sumar.
Á sínu fyrsat tímabili hefur Salah komið að 29 mörkum í ensku úrvalsdeildinni.
Hann hefur skorað 22 mörk og lagt upp sjö mörk. Eru það bestu kaup Evrópu á þessu tímabili?
Mohamed Salah has been directly involved in 29 Premier League goals this season (22 goals, 7 assists.) Is he the signing of the season? #LFC #bbcfootball pic.twitter.com/75QvsMW8uK
— Match of the Day (@BBCMOTD) February 12, 2018