

Wayne Rooney, leikmaður Everton ætlar sér að gerast knattspyrnustjóri í framtíðinni.
Hann hefur átt afar farsælan feril sem leikmaður og hefur unnið allt sem hægt er að vinna sem knattspyrnumaður.
Þá er hann markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins en hann lagði landsliðsskóna á hilluna á síðasta ári.
„Ég myndi vilja halda áfram að starfa hjá Everton, eftir að knattspyrnuferlinum lýkur, mögulega sem þjálfari,“ sagði Rooney.
„Draumurinn er að stýra Everton í framtíðinni, það yrði magnað. Ég vil halda áfram að starfa við fótboltann þegar að ég hætti að spila.“
„Ef ég fæ ekki starf hjá Everton þá mun ég fara eitthvað annað, ég ætla mér að verða knattspyrnustjóri í framtíðinni,“ sagði hann að lokum.