

Southampton 0 – 2 Liverpool
0-1 Roberto Firmino (6′)
0-2 Mohamed Salah (42′)
Southampton tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna.
Roberto Firmino kom Liverpool yfir strax á 6. mínútu og Mohamed Salah bætti öðru marki við á 42. mínútu og niðurstaðan því 2-0 sigur gestanna.
Liverpool skýst upp í þriðja sætið með sigrinum og er nú tveimur stigum á eftir Manchester United sem er í öðru sæti deildarinnar en Southampton er í slæmum málum átjánda sætinu.