

Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag og var þeim að ljúka núna rétt í þessu.
Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í 3-1 sigri Everton á Crystal Palace en hann braut ísinn fyrir heimamenn á 46. mínútu.
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem tapaði 0-1 fyrir Swansea en Jóhanni var skipt af velli á 85. mínútu.
Þá gerðu Stoke og Brighton jafntefli og West Ham vann þægilegan 2-0 sigur á Watford.
Úrslit og markaskorara má sjá hér fyrir neðan.
Everton 3 – 1 Crystal Palace
1-0 Gylfi Þór Sigurðsson (46′)
2-0 Oumar Niasse (51′)
3-0 Tom Davies (75′)
3-1 Luka Milivojevic (83′)
Stoke City 1 – 1 Brighton & Hove Albion
0-1 Jose Izquierdo (32′)
1-1 Xherdan Shaqiri (68′)
Swansea City 1 – 0 Burnley
1-0 Sung-Yueng Ki (81′)
West Ham United 2 – 0 Watford
1-0 Javier Hernandez (38′)