

Tottenham tekur á móti Arsenal í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag klukkan 12:30 og eru byrjunarliðin klár.
Tottenham náði í gott stig á Anfield í síðustu umferð en liðið situr í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig.
Arsenal er í sjötta sætinu með 45 stig, fjórum stigum á eftir Tottenham en getur brúað bilið í einungis eitt stig með sigri á morgun.
Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.
Tottenham: Lloris (C), Trippier, Sanchez, Vertonghen, Davies, Dier, Dembele, Eriksen, Dele, Son, Kane.
Arsenal: Cech; Bellerin, Koscielny, Mustafi, Monreal, Elneny, Xhaka, Wilshere, Ozil, Mkhitaryan, Aubameyang.