

Mohamed Salah kantmaður Liverpool hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili í Bítlaborginni.
Salah hefur skorað 22 mörk í ensku úrvalsdeildinni og er hann nú orðaður við Real Madrid.
Sóknarmaðurinn frá Egyptalandi ætlar að einbeita sér að því að klára tímabilið vel áður en hann ræðir svona hluti.
,,Þessa stundina er ég hjá Liverpool, ég vil einbeita mér að því að klára tímabilið vel,“ sagði Salah.
Salah viðurkennir að reglulega horfi hann á leiki í La Liga og hann heillast af því.
,,Ég fylgist með, ég horfi á leiki. Ég get það ekki alltaf því það er stundum á sama tíma og leikir Liverpool.“
,,Þetta er góð deild, með frábærum liðum og hvernig þau spila er heillandi.“