

Joey Barton fyrrum miðjumaður Newcastle finnur til með stuðningsmönnum félagsins.
Barton sem eitt sinn lék með Newcastle segir að félagið muni aldrei taka næsta skref með Mike Ashley sem eiganda.
Newcastle hefur flakkað á milli efstu og næst efstu deildar síðustu ár og berst nú á nýjan leik fyrir lífi sínu.
,,Félagið verður ekki það félag á meðan Ashley á þetta,“ sagði Barton en lengi hafa verið viðræður um að hann selji félagið en það aldrei gengið upp.
,,Hann mun ekkert bretast, það er sorglegt. Þetta er hans hugmyndafræði og ég finn til með stuðningsmönnum Newcastle, þeir eiga betra skilið.“
,,Þetta er svo stórt félag, það á að vera í úrvalsdeildinni. Það á aldrei að vera í þeirri stöðu að efast um hvort liðið verðir í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er sorgleg þróunn og félaginu er illa stjórnað.“