

Manchester United er stærsta vörumerkið í knattspyrnu og þegar kemur að samféalgsmiðlum er ekkert félag stærra.
United hefur náð miklum árangri utan vallar síðustu ár og tekjur félagsins alltaf að aukast.
United fékk Alexis Sanchez frá Arsenal á dögunum og vinsældir hans á samfélagsmiðlum voru strax miklar.
Tilkynning United um komu Sanchez vakti miklu meiri athygli í knattspyrnuheiminum en kaup PSG á Neymar.
,,Þetta var stærsti Instagram póstur í sögu United, aldrei hafa fleiri deilt pósti okkar á Facebook. Flestar endurbirtingar á Twitter og yfirlýsing okkar um komu Sanchez vakti 75 prósent meiri áhuga en þegar PSG tilkynnti kaup sín á Neymar frá Barcelona,“ sagði Woodward.