

Federico Pastorello umboðsmaður á Ítalíu segir að Juventus sé búið að semja við Emre Can.
Samningur Can við Liverpool er á enda í sumar og má hann ræða við félög utan Englands.
Lengi hafa sögur um Juventus verið í gangi en Liverpool hefur viljað framlengja við hann.
,,Það er frábært hjá Juventus að krækja í Can, hann kemur hingað frítt,“ sagði Federico Pastorello.
,,Juventus er lið sem sækir til sín meistara, hann er mikilvægur fyrir þá, þessi þýski meistari.“