

Félagaskiptaglugginn er lokaður en leikmenn sem eru án félags geta samið við nýtt félag.
Þar má finna marga góða bita en þar á meðal er Patrice Evra en búist er við að hann semji við West Ham í dag.
Þá er Samir Nasri á lausu eftir að hafa rift samningi sínum í Tyrklandi í janúar.
Þarna eru líka Alex Song og Anderson sem báðir gerðu það gott í ensku úrvalsdeildinni.
Tíu leikmenn sem er hægt að fá frítt er hér að neðan.
Tíu sem er hægt að fá frítt:
Samri Nasri
Patrice Evra
Alex Song
Anderson
Marouane Chamakh
Joleon Lescott
Victor Anichebe
Sulley Muntari
Gabriel Paletta
Carlton Cole