

West Ham hefur gengið frá samningi við Patrice Evra út tímabilið, hann er 36 ára gamall.
Everton sýndi Evra einnig áhuga en hann vildi búa í London.
David Moyes vildi reyna að fá inn menn þar sem það gekk illa í janúar.
,,Ég er mjög ánægður með að skrifa undir hjá félaginu og að vera mættur aftur í ensku úrvalsdeildina, ég elska þennan leik,“ sagði Evra.
,,Það er magnað að vera mættur aftur og ég er þakklátur West Ham fyrir að gefa mér þetta tækifæri. Þegar ég vakna og veit að ég er að fara að leggja mikið á mig og hafa gaman með liðsfélögum mínum þá elska ég lífið. Ég vil þakka ölum fyrir að bjóða mig velkominn hingað.“
,,Ég er ánægður að vera hérna, þú veist hvað þú ert heppin í lífinu þegar þú vaknar á morgnana og ferð á æfingu.“