

Henrikh Mkhitaryan miðjumaður Arsenal er frábær leikmaður að mati Wayne Rooney.
Rooney og Mkhitaryan léku saman í eitt ár hjá United en Rooney fór síðasta sumar og Mkhitaryan nú í janúar.
,,Ég sá á síðasta tímabili á æfingum hversu hæfileikaríkur hann er,“ sagði Rooney.
,,Hjá Manchester United fékk hann ekki frjálsræði sem hann vildi til að spila sinn leik, hann fékk það hjá Dortmund og leikstíll Dortmund hentaði honum.“
,,Hjá Arsenal fær hann leikmenn sem hlaupa í kringum sig, hann tekur boltann og býr til og skorar mörk.“
,,Ég held að Mkhitaryan muni nú springa út.“