

U23 ára lið Tottenham tók á móti U23 ára liði Liverpool í gær en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.
Það var Jack Roles sem skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu og lokatölur því 1-0 fyrir Tottenham.
Adam Lallana var í byrjunarliði Liverpool í gær en hann er að koma tilbaka eftir meiðsli.
Lallana fékk að líta beint rautt spjald á 63. mínútu fyrir að taka George Marsh, leikmann Tottenham hálstaki en þeir höfðu verið að kljást um boltann og var Lallana ósáttur með framgöngu Marsh.
Lallana fær þó ekki bann nema með varaliði Liverpool en ekki í ensku úrvalsdeildinni.
Atvikið má sjá hér að neðan.