

Enska úrvalsdeildin íhugar það nú alvarlega að koma inn með vetrarfrí í deildina.
Bæði enska úrvalsdeildin og enska knattspyrnusambandið vilja koma þessu inn.
Nú eiga sér stað viðræður og útboð um sjónvarpsréttinn og því er þetta koið upp.
Hugsunin er að vetrarfrí muni fara í gang fyrir árið 2022.
Það myndi þá hefjast í byrjun janúar eða eftir þriðju umferð í enska bikarnum. Allar aðrar stóru deildir Evrópu eru með frí.
Til að búa til þetta frí yrði líklega hætt að leikir í enska bikarnum fari fram aftur ef um jafntefli er að ræða. Þess í stað yrði leikið til þrauta með framlengingu og vítaspyrnukeppni ef þörf er á.