Jose Mourinho stjóri Manchester United ætlar ekki að bæta neinum sóknarmanni við lið sitt í sumar.
Koma Alexis Sanchez frá Arsenal gæti hafa breytt þeim plönum en hann skoraði í sínum fyrsta heimaleik um helgina í sigri á Huddersfield.
,,Allir af þeim fyrir utan Lukaku geta spilað í stöðunum fyrir aftan framherjann, það er slæmt fyrir ykkur að hafa ekkert að skrifa um í sumar,“ sagði Mourinho.
,,Ég vil ekki fleiri sóknarmenn, ég tala ekki um sóknarmenn sem gætu komið því það munu ekki koma neinir.“
,,Við erum með Mata, Lukaku, Rashford, Martial og Alexis, ég vil ekki fleiri sóknarmenn.“
,,Fyrir sögusagnir í sumar þá þurfið þið að skoða aðrar stöður, ég er mjög ánægður með sóknarmennina.“