Það var allt vitlaust eftir leik Liverpool og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Tottenham fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, Harry Kane skoraði úr annari þeirra en klikkaði á hinni.
Nú hefur birst myndband af Jonathan Moss dómara ræða um fyrri vítaspyrnunni.
Kane var þá sjálfur fyrir innan vörnina en Dejan Lovren ætlaði að hreinsa í burtu en boltiinn fór til Kane.
Rétt var því að dæma ekki rangstöðu en Moss vissi ekkert um málið
,,Ég hef ekki hugmynd hvort Lovren snerti boltann eða ekki, ég gef vítaspyrnu,“ sést Moss segja í sjónvarpinu.
Myndband af þessu er hér að neðan.