Harry Kane framherji Tottenham hefur skorað 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni.
Hann er næst fljótasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdseildarinnar til að gera slíkt.
Kane þurfti 141 leik í deildinni til að gera slíkt en Alan Shearer þurfti aðeins 124 leiki.
Kane skoraði mark númer 100 í ótrúlegu 2-2 jafntefli gegn Liverpool en hann jafnaði þá leikinn í uppbótartíma.
Kane hafði klikkað á spyrnu fyrr í leiknum en fékk annað tækifæri. Virgil van Dijk braut þá á Erik Lamela, umdeild vítaspyrna sem línuvörðurinn dæmdi.
Hér að neðan er ítarleg tölfræði um það hvernig Kane hefur skorað mörkin 100.