Jurgen Klopp stjóri Liverpool segir að Roberto Firmino framherji félagsins sé í heimklassa alla daga.
Hann segir að Mohamed Salah og Sadio Mane geti verið það en séu það ekki alla daga.
Firmino hefur verið frábær á þessu tímabili og leitt sóknarlínu Liverpool af stakri snilld.
,,Mo Salah, í heimsklassa en ekki alla daga,“ sagði Klopp.
,,Sadio Mane, í heimsklassa en ekki alla daga. Roberto Firmino, í heimsklassa og það nánast alla daga.“
Liverpool tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni síðdegis í dag.