Hjörtur Hermansson varnarmaður Bröndby var í byrjunarliði gegn FCK í danska bikarnum í dag.
Keppni í dönsku úrvalsdeildinni hefur verið í fríi en fer senn af stað á nýjan leik.
Þessi grannaslagur vekur alltaf athygli en Bröndby vann 1-0 sigur i dag.
Hjörtur byrjaði í hjarta varnarinnar hjá Bröndby og stóð fyrir sínu í vörninni.
Ágúst Hlynsson sem leikið hefur með Bröndby á undirbúningstímabilinu var ekki í hóp í dag.