Jurgen Klopp stjóri Liverpool segir pressuna um að vinna titla koma utan frá félaginu en ekki frá eigendum félagsins.
Eigendur Liverpool eru ánægðir með störf Klopp sem er á sínu þriðja tímabili en á eftir að vinna titil.
Klopp hefur heillað marga í kringum Liverpool með fjörugum leikstíl liðsins og margir trúa því að titlarnir séu ekki svo langt í burtu.
,,Við verðum að nota tíma okkar vel, það er enginn að setja pressu á okkur hér innan félagsins. Eigendurnir segja ekki við mig að ég verði rekinn ef ég vinni ekki deildina,“ sagði Klopp.
,,Það eru þeir sem eru fyrir utan félagið sem tala um að ef ég vinni ekki titla að þá sé ég undir pressu.“
,,Ef fólkið hér vill vinna saman fyrir þetta augnablik þar sem við náum árangri saman og það getum við gert, þá er allt í góðu.“