Manchester United vann 2-0 sigur á Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Leikið var á Old Trafford en Paul Pogba og Anthony Martial var skellt á bekkinn eftir tap gegn Tottenham.
Romelu Lukaku skoraði fyrra mark United í leiknum en Alexis Sanchez bætti við öðru markinu. Fyrsta mark Sanchez fyrir United en hann klikkaði á vítaspyrnu en fylgdi á eftir. United nú 13 stigum á eftir Manchester City.
Einn stuðningsmaður United mætti með borða með mynd af Sanchez og hundunum hans en um var að ræða fyrsta leik Sanchez á Old Trafford.
Borðinn lifði af fyrri hálfleik en var síðan kippt niður af starfsmönnum völlarins.
Mynd af þessu er hér að neðan.