Jose Mourinho stjóri Manchester United virðist ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af þeirri stemmingu sem er á Old Trafford.
Á tíma sínum sem stjóri United hefur Mourinho reglulega rætt um þetta.
Hann gerði það eftir sigur á Huddersfield í dag þar sem Alexis Sanchez skoraði í sínum fyrsta leik sem leikmaður United á Old Trafford.
,,Þetta var hans fyrsti leikur á Old Trafford og þrátt fyrir það sé róleg stemming á þessum velli, þá er völlurinn stór og grasið er gott. Leikmönnum líður vel á þessum velli,“ sagði Mourinho.
,,Ég man eftir leikjum hjá Portsmouth, lítill völlur og geggjuið stemming. Hér er mjög rólegt andrúmsloft, ekki mikil spenna í loftinu. Leikmönnum líður þó vel heima.“