Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Everton var ónotaður varamaður í 5-1 tapi liðsins gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Aaron Ramsey kom Arsenal yfir á sjöttu mínútu og átta mínútum síðar kom Laurent Koscielny liðinu í í 2-0.
Ramsey bætti við öðru marki sínu á 19 mínútu leiksins og Arsenal í miklu stuði. Pierre-Emerick Aubameyang var að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið og á 37 mínútu skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir félagið. Henrikh Mkhitaryan lagði boltann inn fyrir vörnina á Aubameyang sem var rangstæður en ekkert var dæmd. Aubameyang kláraði færið sitt svo frábærlega. 4-0 í hálfleik.
Dominic Calvert-Lewin lagaði stöðuna fyrir Everton á 64 mínútu og tíu mínútum síðar skoraði Ramsey þrennu og kom liðinu í 5-1.
Henrikh Mkhitaryan lagði upp þrjú mörk í leiknum í sínum fyrsta leik í byrjunarliði. Sá fyrsti í ensku úrvalsdeildinni til að gera slíkt á þessu tímabili.
Henrikh Mkhitaryan is now the first player in the Premier League this season to record a hat-trick of assists.
On his home debut too. 😎 pic.twitter.com/awzoK3jFO8
— Squawka Football (@Squawka) February 3, 2018