fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433

Mkhitaryan sá fyrsti sem leggur upp þrjú mörk í leik

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 3. febrúar 2018 19:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Everton var ónotaður varamaður í 5-1 tapi liðsins gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Aaron Ramsey kom Arsenal yfir á sjöttu mínútu og átta mínútum síðar kom Laurent Koscielny liðinu í í 2-0.

Ramsey bætti við öðru marki sínu á 19 mínútu leiksins og Arsenal í miklu stuði. Pierre-Emerick Aubameyang var að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið og á 37 mínútu skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir félagið. Henrikh Mkhitaryan lagði boltann inn fyrir vörnina á Aubameyang sem var rangstæður en ekkert var dæmd. Aubameyang kláraði færið sitt svo frábærlega. 4-0 í hálfleik.

Dominic Calvert-Lewin lagaði stöðuna fyrir Everton á 64 mínútu og tíu mínútum síðar skoraði Ramsey þrennu og kom liðinu í 5-1.

Henrikh Mkhitaryan lagði upp þrjú mörk í leiknum í sínum fyrsta leik í byrjunarliði. Sá fyrsti í ensku úrvalsdeildinni til að gera slíkt á þessu tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórtíðindi af andstæðingum Íslands að morgni leikdags

Stórtíðindi af andstæðingum Íslands að morgni leikdags
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjö stór nöfn sem Marinakis er með á blaði fyrir starfið hjá Forest – Rak Nuno í gærkvöldi

Sjö stór nöfn sem Marinakis er með á blaði fyrir starfið hjá Forest – Rak Nuno í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

„Það verður erfitt en við reynum að gera það einhvern veginn“

„Það verður erfitt en við reynum að gera það einhvern veginn“