Sigurganga Aston Villa með Birkir Bjarnason í byrjunarliðinu hélt áfram í dag.
Birkir og félagar unnu þá 3-2 sigur á Burton á heimavelli í Championship deildinni.
Birkir lék allan leikinn en hann hefur verið að spila sem varnarsinnaður miðjumaður. Villa er mð 56 stig í þriðja sæti deildarinanr en liðið er á miklu skriði.
Villa hefur unnið sex deildarleiki í röð sem er besta gengi liðsins í deildarkeppni í 28 ár.
Birkir hefur átt fast sæti í byrjunarliðinu eftir að hafa verið á bekknum framan af móti en hann hefur spilað í öllum sex sigurleikjunum.
WWWWWW
#AVFC are on their best league winning streak in 28 years#PartOfThePride #UTV pic.twitter.com/gP5lJCRmBk
— Unibet (@unibet) February 3, 2018