fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433

Klopp útskýrir af hverju hann keypti ekki fleiri leikmenn í janúar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. febrúar 2018 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool útskýrði það á dögunum af hverju hann hefði ekki verslað fleiri leikmenn til félagsins í janúar.

Félagið seldi Philippe Coutinho til Barcelona og þá fór Daniel Sturridge á láni til WBA.

Klopp keypti Virgil van Dijk frá Southampton en það voru einu kaup félagsins og eru stuðningsmenn Liverpool ósáttir með að félagið hafi ekki keypt neinn til að fylla skarð Philippe Coutinho.

„Það er svo auðvelt fyrir utanaðkomandi aðila að gagnrýna okkur og segja hluti sem erfitt er að skilja. Það meiðist leikmaður hjá okkur og er frá í viku, þá vilja sumir að við kaupum nýja leikmenn,“ sagði Klopp.

„Auðvitað hefðum við getað gert eitthvað meira en ég vil gera þetta rétt og kaupa réttu leikmennina. Ég fékk þá ekki, ég hefði getað fengið réttu leikmennina fyrir algjörlega sturlaða upphæð og það er í raun glórulaust að hugsa út í það.“

„Leikmenn eru dýrari í janúar. Í sumar verða hlutirnir öðruvísi og ódýrari. Ég veit ekki einu sinni hvort það hefði hjálpað okkur að kaupa einhverja leikmenn á miðju tímabili,“ sagði Klopp að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýju mennirnir fóru á kostum

Nýju mennirnir fóru á kostum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið